COVERICELAND

COVER Svalalokunarkerfið

nánar um cover svalalokunarkerfið

Um tvenns konar prófíla er um að ræða. Glerjunarprófíll & Stýriprófíll. Prófílarnir eru framleiddir úr bestu fáanlegum hráefnum. Þeir eru framleiddir eftir ISO & DIN stöðlum sem þýðir að prófílarnir eru tæringafríir. Ef þörf er á er hægt að leggja drenlögn út frá neðri stýriprófíl en annars að öðrum kosti eru sett örfá göt til að ekki safnist vatn í neðri prófíl. 

Hjólabúnaður / Legurnar

Hjólabúnaðurinn er eitt af aðalsmerkjum COVER glerbrautarkerfisins en hjólalegurnar gera glerbrautarkerfið mjög auðvelt í notkun. 

Hjólalegurnar eru framleiddar úr POM-plastefni sem er slitþolið plastefni. Legurnar virka frá -30° upp í +90°, þola 600kg í þunga áður en þær gefa sig samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á legunum.

Barnalæsing

Barnalæsing er staðalbúnaður á Cover glerbrautakerfinu.

PVC-H þéttilistar

PVC-H þéttilista er hægt að setja í rifurnar sem myndast á milli glerflekanna til að koma í veg fyrir að t.d. vatn, vindur & snjór berist inn. Gúmíkantur eða bursti er settur á neðri prófíl að utanverðu til að minnka líkurnar á því að vatn og önnur óhreinindi berist inn.

Öryggisgler

Notagildi: Sterkasta glerið er hert gler. Hert gler er einkum ætlað til notkunar þar sem þörf er á styrk. Það er ákjósanlegt í glerhurðir, sturtuklefa, stigahandrið, verslanir, skilrúm, afgreiðsluborð, sýningarskápa, innréttingar, o.m.fl.

Helstu kostir: Höggþolið. Um fjórum sinnum sterkara en venjulegt gler af sömu þykkt. Molnar í ótal litla mola ef það brotnar í stað hvassra stærri brota í venjulegu gleri. Vegna þessa eiginleika er hert gler flokkað sem öryggisgler. Þolir hita betur en venjulegt gler.

Hljóðeinangrun

Glerjaðar svalir með einföldu gleri geta minnkað hávaðann að utan um 7-10db. Hljóðeinangrun er mæld út samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. (ISO 140-5 & ISO 717-1). 

Ef um er að ræða: 100 Hz þá minnkar hljóðið um 6,7db /
2400 Hz þá minnkar hljóðið um 13,5db.

Gæði

Cover er framleitt eftir ISO & DIN stöðlum.

Íslensk framleiðsla

Að prófílnum undanskildum er hér um að ræða alíslenska framleiðslu.

Dæmi um virkni Cover kerfisins

holtsvegur_7746.jpg
lautasmári-og-dalbraut-032.jpg
P1010321.jpg
iceland02.jpg